Gjafabréf á grunnnámskeið
- Einstök gjöf fyrir íþróttafólkið
6 vikna netnámskeið fyrir ungt íþróttafólk og annað íþróttafólk sem er að stíga sín fyrstu skref þegar kemur að íþróttanæringu. Næsti hópur fer af stað 14. janúar.
Aðferð sem byggir á vísindalegri nálgun, hönnuð og þróuð af löggiltum íþróttanæringarfræðingum (M.Sc.).
Það að stunda sína íþrótt af kappi er krefjandi fyrir líkamann...
Hvað þá þegar við erum að vaxa & þroskast!
Það er að gríðarlega mörgum þáttum að huga og ég þarf ekkert að segja þér að næringin er ein af þeim mikilvægu ✅
Mistökin sem við sjáum íþróttafólk oft gera...
...er að raða íþróttanæringar pýramídanum sínum kolrangt upp ⬇️
❌ Þar sem orkustykki, próteinstykki, próteindrykkir, íþróttadrykkir eða orkudrykkir fá alltof mikið pláss
❌ Þar sem fólk leggur alltof mikla áherslu á afkastaaukandi fæðubótarefni og önnur fæðubótarefni til að hafa jákvæð áhrif á frammistöðuna
❌ Þar sem alltof lítil áhersla er lögð á matinn sjálfan til að leggja réttan og traustan grunn sem svo er hægt að byggja ofan á
Afleiðingarnar af þessum mistökum geta verið lítil orka á æfingum og yfir daginn, léleg endurheimt eftir æfingar og aukin hætta á meiðslum!
Lausnin er í raun mjög einföld
Byrjum á því að raða íþróttanæringar pýramídanum rétt 🤝
En þetta er að sjálfsögðu hægara sagt en gert og ekkert grín í nútímasamfélagi þar sem:
👉 Upplýsingaflæðið í tengslum við íþróttanæringu virðist vera endalaust og erfitt getur reynst að grisja mýtur frá staðreyndum til að leggja áherslu á rétta hluti
👉 Markaðssetningin í kringum hin og þessi fæðubótarefni, próteinstykki, orkudrykki, o.fl. fær mikið pláss á samfélagsmiðlum
👉 Hraðinn er mikill og oft gefst lítill tími til matarundirbúnings
👉 Valmöguleikarnir eru endalausir og hausverkurinn sem fylgir því að ákveða 'hvað maður eigi nú að borða' á miserfiðum æfingadögum verður mikill
🥵 En það að leggja skotheldan grunn að þinni íþróttanæringu, sem byggir á vísindalegri nálgun og tryggjum að þú sért að fá inn rétta næringu miðað við æfingaálag, tímasetningu æfinga og þarfir hverju sinni, er engu að síður gríðarlega mikilvægt...
Af því að staðreyndin er sú...
...að ef þú ert ekki að næra þig í samræmi við vinnukröfur í þinni íþróttagrein og æfingaálag þá eru yfirgnæfandi líkur á því að:
❌ Þú munir ekki ná að hámarka orkuna (þín afköst) á æfingum / í keppnum
❌ Þú munir þurfa lengri tíma til að jafna þig (í endurheimt) eftir æfingar / keppnir
❌ Meiðslatíðni aukist
Eins og við vitum þá varir íþróttaferillinn ekki að eilífu - þannig því fyrr sem þú neglir niður þína íþróttanæringu - því ólíklegri ertu til að eyða dýrmætum tíma ⌛
Þetta netnámskeið mun gera þér kleift að skilja...
...HVAÐ, HVENÆR OG HVERSU MIKIÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA AÐ BORÐA Á MISERFIÐUM ÆFINGADÖGUM TIL AÐ:
💥 Auka orku og afköst á æfingum
Svo þú getir hætt að eyða óþarfa tíma með því að fara illa nærð/ur inná æfingar og afkasta minna en þú myndir annars gera!
💥 Bæta og flýta fyrir endurheimt 💥
Svo þú getir hámarkað uppbyggingu og viðgerðir á vöðvum ásamt því að fara í góðu standi inná næstu æfingu og þar með minnkað líkur á meiðslum!
💥 Verða sá íþróttamaður eða sú íþróttakona sem þú sérð fyrir þér 💥
Og þar með fá að vinna við eða gera það sem þú elskar!
Hvað af eftirfarandi finnst þér hljóma best?
,,Lilja hjálpaði mér að skilja hvað það skiptir miklu máli að borða nóg og rétt til að fá sem mest út úr æfingum og leikjum, vera óhrædd við kolvetni og hlusta á líkamann minn.
Ég finn gríðarlegan mun á mér eftir að hafa verið hjá Lilju, ég er orkumeiri og er að borða um helmingi meira en ég gerði ásamt því að vera nánast meiðslalaus síðan ég byrjaði hjá henni."
,,Það kom mér gríðarlega mikið á óvart hvað það hjálpar mikið fyrir íþróttamenn að vera með mataræðið sitt upp á 10 og fann ég strax hvað ég hafði miklu meiri orku í gegnum æfingarnar mínar.
Ég tel að allir afreksíþróttamenn eigi að leita til næringarfræðings til að betrum bæta næringuna sína því það svo sannarlega skilar sér og mæli ég hiklaust með henni Lilju!"
,,Lilja hjálpaði mér gríðarlega, ekki bara að bæta matarvenjur mínar sem íþróttakona heldur fyrir lífið yfir höfuð.
Hún hjálpaði mér að hlusta á líkamannn minn, hvaða næringu hann þyrfti á hverjum tíma. Ég fór að skilja betur skilaboðin sem líkaminn gaf mér varðandi svengd og seddu sem hefur leitt til þess að ég er mun orkumeiri á æfingum og einnig hafði þetta jákvæð áhrif á lærdóm þar sem einbeitingin varð betri."
Ferlið virkar svona
1️⃣ Fræðsla
Þú færð aðgang að innra svæði þar sem opnast fyrir viðfangsefni sem inniheldur 1-2 rafræna fyrirlestra í HVERRI viku í 6 vikur. Í hverri viku tökum við fyrir ákveðnar áherslur sem færa þig skrefinu nær því að leggja grunninn að þinni íþróttanæringu.
2️⃣ Framkvæmd
Hverjum fyrirlestri fylgja verkefni sem eru sett þannig upp að þú byrjar strax að nýta þér fræðsluna úr fyrirlestrunum og hrinda henni í framkvæmd. Það er nefnilega ekki nóg að fræðast bara - við þurfum líka að byrja að framkvæma! Fyrirlestrunum fylgja því verkefnahefti á rafrænu formi sem þú getur prentað út eða fyllt út rafrænt.
3️⃣ Stuðningur
Ef einhverjar spurningar eða vangaveltur koma upp meðan á ferlinu stendur er hægt að varpa fram spurningum inná lokuðum FB hópi og fá ítarleg svör.
Yfirlit yfir viðfangsefnin
Í fyrstu vikunni lærirðu m.a.:
✔️ Inná grunnstólpana 3 og hvernig þeir hafa áhrif á þína frammistöðu
✔️ Hversu oft við mælum með að þú sért að borða yfir daginn og af hverju
✔️ Aðferðir til að bæta svefninn og viðhalda reglulegu máltíðamynstri
Í annarri vikunni lærirðu m.a.:
✔️ Úr hvaða matvælum þú færð hvaða orkuefni
✔️ Hvernig þú setur saman máltíðir yfir daginn sem styðja við jafna orku og veita þér nauðsynleg orku- og næringarefni
Í þriðju vikunni lærirðu m.a.:
✔️ Inná hvað og hvenær þú ættir að borða fyrir æfingar fyrir sem besta orku
✔️ Inná hvað og hvenær þú ættir að borða eftir æfingar fyrir sem besta endurheimt
Í fjórðu vikunni lærirðu ma.:
✔️ Inná það hversu mikið þú ættir að drekka yfir daginn
✔️ Hvers konar vökva þú ættir að velja í mismunandi þjálfunaraðstæðum
✔️ Aðferðir sem hjálpa þér að muna eftir vökvanum
Í fimmtu vikunni lærirðu m.a.:
✔️ Inná orkukerfi líkamans og hvaða hlutverki þau gegna þegar kemur að þjálfun og hraustum líkama
✔️ Hvernig þú ættir að raða á diskinn þinn og setja máltíðir saman miðað við æfingaálag þann daginn
Í sjöttu vikunni lærirðu m.a.:
✔️ Um næringarefni sem gegna mikilvægu hlutverki í líkamanum og í tengslum við þjálfun
✔️ Úr hvaða matvælum þú færð þessi næringarefni
✔️ Í hvaða tilfellum við mælum með að þau séu tekin inn á formi fæðubótarefna
*BÓNUSAR*
Þar að auki færðu aðgang að:
✔️ Auka fyrirlestri þar sem við förum í gegnum nestis- & matarundirbúning
✔️ Uppskriftabanka í appinu sem inniheldur yfir ~100 uppskriftir og hugmyndir að máltíðum sem henta á mismunandi tímum yfir daginn
Prógrammið ER fyrir þig ef:
✅ Þú stundar þína íþrótt af kappi og vilt ná langt í þinni grein
✅ Þú hefur áhuga á næringu í tengslum við þína íþrótt og vilt leggja grunninn að íþróttanæringunni
✅ Þú ætlar að leggja inn vinnunna á þessu námskeiði og gera þetta vel
✅ Þú ert 14 ára eða eldri (ATH! Ef undir 18 ára þá er mikilvægt að foreldar taki þátt, sjá meira neðst á síðunni)
Prógrammið er EKKI fyrir þig ef:
❌ Þú ert ekki að stunda neina íþrótt eða hefur takmarkaðan áhuga á þeirri sem þú stundar
❌ Þú hefur lítinn áhuga á næringu í tengslum við þína íþrótt
❌ Þú hefur ekki áhuga á að leggja inn vinnuna á þessu námskeiði
❌ Þú ert undir 18 ára og hefur ekki stuðning og/eða leyfi foreldra til að taka þátt
Drögum þetta saman
Þegar þú skráir þig á þetta 6 vikna netnámskeið færðu aðgang að 6 viðfangsefnum sem gera þér kleift að leggja grunninn að þinni íþróttanæringu. Þar að auki færðu aðgang að:
☑️ *Bónus* fyrirlestri þar sem við förum vel yfir nestis- & matarundirbúning
☑️ Yfir 100 uppskriftum og hugmyndum að máltíðum eða matvælum á mismunandi tímum yfir daginn
☑️ Verkefnahefti sem taka ALLT sem þú lærir á námskeiðinu og hjálpa þér að hrinda þeim í framkvæmd
☑️ Eftirfylgni af íþróttanæringarfræðingum inná lokuðum FB hóp meðan á þessum 6 vikum stendur - þar sem þú getur varpað fram spurningum og vangaveltum sem kunna að koma upp og fengið ítarleg svör við þeim
...fyrir aðeins 30.000 kr.
Hver af þessum umsögnum veitir þér mestan innblástur?
,,Ég leitaði til Lilju vegna þess að ég vildi taka mataræðið föstum tökum til þess að hámarka afkastagetu og endurheimt.
Það sem kom mér mest á óvart var hvað ég var fljótur að endurheimta eftir átök.
Mér leið almennt betur inná vellinum og í daglegu lífi. Fannst ég orkumeiri og betur í stakk búinn til þess að takast á við áskoranir."
,,Við lærðum fhversu mikilvægt er að setja máltíðir fyrir og eftir æfingar rétt saman, og jafnvel á æfingum, og finnum við bæði mjög mikinn mun á afköstum á æfingum, höldum fókus mikið lengur og þekkjum líka betur merki líkamans um hvenær við þurfum að næra og vökva okkur.
Einnig finnum við mikla bætingu á endurheimt milli æfinga og hjálpaði okkur að ná miklum framförum og bæta vöðvamassa bara með breyttu mataræði."
,,Íþróttanæringarráðgjöfin hjá Lilju hefur hjálpað mér að taka næringuna upp á næsta stig.
Þá sérstaklega kringum stóra æfingadaga, þannig að næringin nýtist sem best á æfingunni sjálfri og til að ná góðri endurheimt eftir æfinguna.
Áður fyrr náði ég kannski að taka ágæta æfingu en svo restina af deginum var ég bara hálf manneskja úr þreytu og áorkaði voða litlu."
Ég vil ekki að neitt sé óskýrt þannig hér eru svör við algengum spurningum
Ef svo ólíklega vill til að þú fáir ekki svar við spurningunni þinni skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur á [email protected]m svo að við getum aðstoðað þig! 💪)