NOTENDASKILMÁLAR NUTRELEAT EHF.

 

Almennt
Nutreleat ehf. (hér eftir „Nutreleat“, „við“,eða „okkar“) er fyrirtæki sem býður uppá „Næringarþjálfun“ annars vegar og „Netnámskeið“ um næringu hins vegar (hér eftir í sameiningu nefnt „þjónustan“). Þjónustan fer m.a. fram með viðtalstímum á tveggja vikna fresti. Einnig fær viðskiptavinur (hér eftir „viðskiptavinur“, „notandi“, „áskrifandi“ eða „þú“), aðgang að smáforriti („appi“). Í appinu eru öll gögn um notanda geymd, t.d.útskýringarmyndir og fræðsluskjöl. Notandi getur bókað viðtalstíma í gegnum appiðog sett inn upplýsingar og þannig m.a. fylgst með t.d. hlaupahraða í samhengivið breytingar á mataræði. Með því að stofna reikning, niðurhala smáforritinu og/eða gerast áskrifandi að tiltekinni áskriftarleið hjá Nutreleat eða með öðrum hætti fá aðgang að eða nota efnið, eða einhverja eiginleika þjónustunnar, hefur þú gert bindandi samning við Nutreleat og samþykkt að fara eftir notendaskilmálum þessum. Jafnframt viðurkennir þú og samþykkir að Nutreleat vinni persónuupplýsingar um þig í samræmi við persónuverndarstefnu Nutreleat.

Notendaskilmálar þessir lýsa því að uppfylltum hvaða skilyrðum þjónustan stendur þér til boða og ganga framar fyrri samþykktum skilmálum og skilyrðum. Það að ganga að skilmálunum er forsenda þess að þú fáir aðgang að þjónustunni og heimild til þess að nota hana. Með því að ganga að þessum skilmálum samþykkir þú og viðurkennir að Nutreleat megi segja upp samningnum ellegar loka hvenær sem er aðgangi þínum að þjónustunni tímabundið ef þú uppfyllir ekki einhver ákvæði þessara skilmála. Samþykkir þú ekki skilmálana (eins og þeir eru skilgreindir hér að neðan) er þér óheimilt að nota þjónustuna, fá aðgang að og nýta þér efni Nutreleat.

Til viðbótar kunna viðbótarnotendaskilmálar að gilda um suma hluta þjónustunnar, svo sem reglur um tiltekna samkeppni, viðbótarskilmálar og -skilyrði fyrir viðbótarþjónustu eða aðrar aðgerðir, eða fyrir tiltekið viðbótarefni, varðandi sérstakar áskriftarleiðir, vörur eða hugbúnað sem er aðgengilegur í gegnum þjónustuna. Ef þörf er á viðbótarskilmálum og viðbótarskilyrðum verða þau kynnt þér í tengslum við viðkomandi aðgerðir eða vörur. Hvers kyns viðbótarskilmálar og viðbótarskilyrði, sem Nutreleat kann að setja fram, koma til fyllingar skilmálum þessum og munu, ef þau stangast á við þá, ganga framar skilmálum þessum.

1.      Hæfisskilyrði
1.1. Til að nýta þér þjónustu Nutreleat þarft þú að hafa náð 18 ára aldri og vera hæfur til að gangast undir lagalega bindandi samninga
1.2. Þér er óheimilt að nýta þér þjónustu Nutreleat án þess að hafa lesið, skilið og samþykkt skilmála þessa.
1.3. Skilyrði þess að þú njótir réttinda samkvæmt samningi þessum er að þú hafir gefið réttar upplýsingar um þig við skráningu sem notandi þjónustunnar.

2.      Þjónustuvalmöguleikar
2.1. Næringarþjálfun.
2.1.1. Næringarþjálfun fer fram meðviðtalstímum á tveggja vikna fresti auk þess sem notandi fær aðgang að efni Nutreleat í gegnum aðgang sinn/smáforrit Nutreleat.
2.1.2. Bindingartími fyrir þennan þjónustuþátt er einn mánuður. Hafi notandi notað sér einn viðtalstíma er hann þannig skuldbundinn til að nýta sér annan viðtalstíma og þannig greiða fyrir einn mánuð.
2.1.3. Notanda er með öllu óheimilt að dreifa efni þjónustunnar til þriðja aðila og er jafnframt óheimilt að deila aðgangi sínum með öðrum (sjá einnig 5. gr.).
2.2. Netnámskeið.
2.2.1. Netnámskeiðið er þriggja mánaða ferli og fá notendur aðgang að innra svæði Nutreleat þar sem fyrirlestrar og annað efni verður aðgengilegt. Námskeiðinu fylgir einnig verkefnabók sem og stök verkefni.
2.2.2. Bindingartími fyrir þennan þjónustuþátt eru þrír mánuðir. Þannig skuldbindur notandi sig til þess að greiða fyrir þrjá mánuði þegar greitt er fyrir fyrsta mánuðinn.
2.2.3. Notanda er með öllu óheimilt að dreifa efni þjónustunnar til þriðja aðila og er jafnframt óheimilt að deila aðgangi sínum með öðrum (sjá einnig 5. gr.).

3.      Verð og greiðslur
3.1. Nutreleat áskilur sér rétt til þess að bjóða upp á þjónustu sína í gegnum margar mismunandi áskriftarleiðir, sem gætu falið í sér bindingu á áskriftartíma þar sem reikningar/kröfur kunna að berast eftir að þjónustan hefur verið veitt.
3.2. Nutreleat áskilur sér rétt til þess að bæta við nýjum áskriftarleiðum, breyta núverandi fyrirkomulagi og fjarlægja núverandi tilboð eða leiðir. Nutreleat ber ekki ábyrgð á mögulegu afleiddu tjóni sem notandi kann að verða fyrir vegna breytinga á áskriftarleiðum.
3.3. Nutreleat starfar með ótengdum greiðsluþjónustum, greiðslukerfisveitendum og/eða bókhaldsaðilum til að meðhöndla greiðslur fyrir þjónustuna.
3.4. Komi til vanskila eða greiðsludráttar á greiðslum áskilur Nutrealeat sér rétt til þess að loka á aðgang þinn að þjónustunni tímabundið eða varanlega. Ef um greiðsludrátt er að ræða hefur fyrirtækið jafnframt rétt til þess að krefja þig um greiðslu dráttarvaxta, áminningargjalda og, ef við á, lögbundins innheimtukostnaðar.

4.      Hugverkaréttur
4.1. Þjónustan er höfundarréttarvarin eign okkar og hefur að geymahöfundarréttarvarða eign leyfisveitenda okkar eða leyfishafa, og öll vörumerki, þjónustumerki, viðskiptaheiti, vöruútlit og önnur hugverkaréttindi innifalin í þjónustunni eða í efninu sem stendur þér til boða í gegnum þjónustuna eru okkar eign eða leyfisveitenda okkar eða leyfishafa ellegar tengdra fyrirtækja. Nema við samþykkjum það sérstaklega með skriflegum hætti má ekki nota eða nýta neinn þátt þjónustunnar eða efnisins, sem hún inniheldur, á neinn annan hátt en sem hluta af þjónustunni sem þér er veitt samkvæmt skilmálunum. Jafnvel þótt þú eigir hið áþreifanlega tæki, sem þú notar til þess að nýta þér þjónustuna, höldum við fullu og algjöru eignarhaldi á þjónustunni og öllum hugverkaréttindum sem í henni felast. Við hvorki framseljum eignarrétt eða eignarhald á nokkrum hluta þjónustunnar til þín né framseljum við til þín nokkurn eignarrétt eða eignarhald á nokkrum hluta þess efnis sem aðgengilegt er í gegnum þjónustuna. Ekkert það sem boðið er upp á af nokkru vöruheiti í eign eða undir nytjaleyfi Nutreleat skal túlka sem svo, að það veiti, beint eða óbeint, nokkurt leyfi eða rétt til þess að nota nokkurt vörumerki, sem birt er í tengslum við eða sem hluti af þjónustunni sem þér er veitt.

5.      Leyfi til nýtingar á efni og hugbúnaði
5.1. Það efni sem þér er aðgengilegt í gegnum þjónustuna kann að vera misunandi frá einum tíma til annars og mismunandi milli ólíkra landa og svæða þar sem þjónustan er aðgengileg. Efnið kann einnig að vera mismunandi eftir staðsetningu þinni þegar þú nálgast þjónustuna. Nutreleat ber enga ábyrgð á því að þjónustan eða efnið sem aðgengilegt er í gegnum þjónustuna verði tiltækt til notkunar í öðru landi en því sem þú hefur aðsetur og þar sem þjónustan er gerð þér aðgengileg.
5.2. Við veitum þér hér með takmarkað, afturkallanlegt leyfi, sem felur ekki í sér einkarétt og er ekki framseljanlegt, til þess að fá aðgang að og nota þjónustuhugbúnaðinn, efni þjónustunnar, sýndarefni eða annað efni til eiginnota einvörðungu en ekki í atvinnuskyni.
5.3. Þú staðfestir, ábyrgist og samþykkir að þú munir ekki afrita, endurgera, tvöfalda, breyta, skapa afleidd verk, birta, gefa út, dreifa, miðla, útvarpa, senda út, selja, leigja, lána, framselja, dreifa eða á annan hátt nýta í nokkrum tilgangi (í atvinnuskyni eða öðru) nokkuð efni og/eða hluta af þjónustunni eða þjónustuna í heild til þriðja aðila (þar með er talin, án takmarkana, birting og dreifing efnisins á vefsíðu þriðja aðila) án þess að skýrt skriflegt fyrirfram gefið leyfi Nutreleat liggi fyrir eða að slíkt sé sérstaklega heimilað á grundvelli gildandi ófrávíkjanlegra laga.

6.      Lagalegur fyrirvari umábyrgð
6.1. Þjónustunni er ekki ætlað að lækna, fyrirbyggja eða meðhöndla á nokkurn hátt sjúkdóm, ofnæmi veikindi, stoðkerfisvanda eða hvers kyns önnur líkamleg eða andleg mein.
6.2. Þjónustunni er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir aðstoð læknis eða annars heilbrigðisstarfsmanns.
6.3. Sért þú veik/veikur, með ofnæmi eða þjáist af hvers kyns sjúkdómi er þér ráðlagt að leita til læknis eða viðeigandi sérfræðings sem getur meðhöndlað þig. Sért þú haldin sjúkdóm, ert með ofnæmi eða annað því um líkt, berð þú sjálf/ur ábyrgð á því að meta hvort að þjónusta Nutreleat henti þínum sérþörfum.

7.      Uppsögn
7.1. Þegar þú gerist notandi hefur þú fjórtán daga til að segja upp þjónustunni m.v.t. laga um neytendasamninga.
7.2. Ef þú byrjar að nýta þér efni þjónustunnar með því að lesa skjöl, niðurhala efni, hlusta á eða horfa á fyrirlestra hefur þú þegar nýtt þér þjónustuna og hefur þar með samþykkt að þú fallir frá réttinum til þess að falla frá samningi um kaupinn. Þú hefur þá aðeins rétt til þess að segja uppsamningi í samræmi við notendaskilmála um bindistími sbr. 2. gr.notendaskilmála.
7.3. Sérstakan endurgreiðslurétt fyrir NÆRINGARAKADEMÍUNA og PCOS Akademíuna geturðu kynnt þér HÉR.

8.      Réttindi og skyldur notanda
8.1. Þú ert ábyrg/ur fyrir því að halda forræði yfir reikningi þínum, fyrir því að koma í veg fyrir óviðkomandi aðgang að þjónustunni og samþykkir að gefa engum öðrum upp aðgangsorðið þitt eða aðrar persónuupplýsingar tengdar við reikning þinn svo lengi sem þú ert áskrifandi að þjónustunni.
8.2. Notandi hefur engan rétt til þess að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt skilmálunum nema notandi hafi fengið skriflega heimild Nutreleat til þess.
8.3. Skilmálar þessir heyra undir og skulu túlkaðir á grundvelli íslenskra laga, að frátöldum reglum um lagaskil. Skilmálarnir takmarka þó ekki réttindi þín til neytendaverndar, sem þú kannt að hafa á grundvelli laga, ef þau eru ólík því sem að ofan greinir.

9.      Ágreiningur
9.1. Komi upp ágreiningur á milli Nutreleat og þín, skulu aðilar byrja á þvíað reyna að útkljá ágreininginn með samkomulagi.
9.2. Ef aðilar geta ekki komist að samkomulagi má beina málinu til Neytendastofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
9.3. Að öðrum kosti skal leysa úr ágreiningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.