ÍÞRÓTTANÆRINGAR
RÁÐGJÖF
Ef þú stundar þína íþrótt af kappi og ert ein/n/tt af þeim sem vilt hámarka frammistöðu í þinni grein hratt og örugglega með því að læra að næra þig í samræmi við þarfir og auka þannig afköst, endurheimt og minnka líkur á meiðslum - þá er einstaklings íþróttanæringarráðgjöfin okkar rétta leiðin fyrir þig.
Við aðstoðum þig við að taka réttar ákvarðanir þegar kemur að næringunni, gera viðeigandi breytingar til frambúðar og ná þeim markmiðum sem þú setur þér í tengslum við þína íþrótt.
Sérhæfing í
íþróttanæringu
Sérsniðið að þér & þínum markmiðum
Fókus á
frammistöðu
Með hjálp Lilju hef ég verið að upplifa góða orku á æfingum og einnig góða orku yfir daginn, ásamt því að finna lítið fyrir æfingunni daginn eftir og er því fyrr tilbún í gæða æfingu aftur.
_
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir
Þrefaldur íslandsmeistari í langhlaupum
HVERNIG VIRKAR ÞETTA?
Íþróttanæringarráðgjöfin okkar fer fram með viðtalstímum á tveggja vikna fresti. Í tímunum förum við yfir stöðuna hverju sinni, þú færð viðeigandi fræðslu ásamt því að við leggjum upp með áhersluatriði sem við fylgjum vel eftir.
Markmiðið er að þú gangir í burtu með þitt íþróttanæringarprótókól ásamt góðri kunnáttu í tengslum við þína þjálfun, svo að þú getir nært þig í samræmi við þarfir hverju sinni og hámarkað árangur í þinni íþrótt.
UMSÓKN
Til þess að sækja um í íþróttanæringarráðgjöfina okkar svararðu spurningunum hér að neðan eins vel og kostur er á og við verðum í sambandi eins fljótt og hægt er.
Athugaðu að einungis takmarkaður fjöldi kemst að í næringarráðgjöf hverju sinni. Við veljum úr þær umsóknir frá einstaklingum sem við teljum passi vel inn í hópinn okkar.