Fjögurra vikna prógram fyrir metnaðarfullt íþróttafólk sem vill taka afköst og endurheimt í sinni þjálfun á næsta level:

Lærðu að setja saman þínar pre- & post-training 'go-to máltíðir' sem uppfylla þínar þarfir & skila þér alvöru  árangri

Sannreynd 'step-by-step' aðferð sem byggir á vísindalegri nálgun, hönnuð og þróuð af löggiltum íþróttanæringarfræðingi (M.Sc.) og gerir þér kleift að næra þig eins og atvinnumaður eða -kona í þinni grein - á einfaldan, fljótlegan og áhrifaríkan hátt!

,,Alveg geggjað námskeið hjá þér! Desember og janúar er búnir að vera stórir mánuðir hjá mér í æfingum og aldrei æft jafn mikið og á eins miklu álagi, þvílíkur munur að hafa verið búin að gera pre- & post-training máltíðir! Gerði gæfumuninn."

-Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í götuhjólreiðum

Já takk - ég ætla að vera með!

Það að stunda sína íþrótt af kappi getur verið krefjandi...

Það er að gríðarlega mörgum þáttum að huga og ég þarf ekkert að segja þér að næringin er ein af þeim mikilvægu ✅

 

Þetta viðfangsefni er ekkert grín í nútímasamfélagi þar sem:

 👉 Upplýsingaflæðið í tengslum við íþróttanæringu virðist vera endalaust og erfitt getur reynst að greina mýtur frá staðreyndum

👉 Hraðinn er mikill og lítill tími gefst til matarundirbúnings

👉 Valmöguleikarnir eru endalausir og hausverkurinn sem fylgir því að ákveða 'hvað maður eigi nú að borða' fyrir og eftir æfingar verður mikill

 

Margt íþróttafólk sem ég hef unnið með upplifir að tímaleysi sé aðal ástæða þess að það sé ekki að ná að næra sig í samræmi við þarfir fyrir og eftir æfingar EN...

...reynslan hefur sýnt mér að RAUNVERULEGU ástæðurnar fyrir því eru yfirleitt að 👇

❌ Það er ekkert plan til staðar

❌ Það eru engar 'go-to máltíðir' til taks

❌ Það er ekki með skýra sýn á HVAÐA næring hentar í ólíkum aðstæðum

Lausnin er í raun mjög einföld

Við þurfum einfaldlega að koma okkur upp plani! 💪


Þú hefur eflaust heyrt setninguna 'work smarter, not harder' og það er nákvæmlega það sem við ætlum að gera 👇

✅ Við ætlum að negla niður þínar 'Pre- & post- training go-to máltíðir' sem byggja á vísindalegri nálgun og tryggja að þú sért að fá inn rétta næringu miðað við tímasetningu og þarfir hverju sinni!


Af því að staðreyndin er sú að ef þú ert ekki að næra þig í samræmi við vinnukröfur í þinni íþróttagrein og æfingaálag þá eru yfirgnæfandi líkur á því að:

❌ Þú munir ekki ná að hámarka orkuna (þín afköst) á æfingum / í keppnum

❌ Þú munir þurfa lengri tíma til að jafna þig (í endurheimt) eftir æfingar / keppnir

❌ Meiðslatíðni aukist


Eins og við vitum þá varir íþróttaferillinn ekki að eilífu - þannig því fyrr sem þú neglir niður þitt prótókól - því ólíklegri ertu til að eyða dýrmætum tíma 

Skráning

Pre- & post-training næringar prógrammið okkar gerir þér kleift að skilja... 

...HVAÐ, HVENÆR OG HVERSU MIKIÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA AÐ BORÐA FYRIR & EFTIR ÆFINGAR TIL AÐ:

💥 Auka orku og afköst á æfingum 

Svo þú getir hætteyða óþarfa tíma með því að fara illa nærð/ur inná æfingar og afkasta minna en þú myndir annars gera!

💥 Bæta og flýta fyrir endurheimt 💥

Svo þú getir hámarkað uppbyggingu og viðgerðir á vöðvum ásamt því að fara í góðu standi inná næstu æfingu og þar með minnkað líkur á meiðslum!

💥 Verða sá íþróttamaður eða sú íþróttakona sem þú sérð fyrir þér 💥

Og þar með fá að vinna við eða gera það sem þú elskar!

Fyrir mig var íþróttanálgun á mataræðið mikilvæg

,,Ég var í sjokki yfir því hvað ég lærði mikið í pre- & post-training næringarprógramminu hjá Lilju. Hún byggir prógrammið á vísindum og rannsóknum, þannig maður efast aldrei um réttmæti upplýsinganna. Fyrir mig var íþróttaleg nálgun á mataræðið mikilvæg og heilsteypta nálgunin hennar hjálpar manni að skilja hvað skiptir raunverulega máli til þess að bæta sig. Svo eru verkefnin einstaklega góð til þess að fá betri meðvitund um hvað hentar hverjum og einum. Mæli með!"

-Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks

Skráning

Ferlið virkar svona

1️⃣ Fræðsla

Þú færð aðgang að innra svæði þar sem opnast fyrir nýtt module sem inniheldur nokkra fyrirlestra á podcast formi í HVERRI viku í fjórar vikur. Í hverju module  tökum við fyrir ákveðið viðfangsefni sem færir þig skrefinu nær þínu pre- & post-training næringarprótókóli.                                                                                                      

2️⃣ Framkvæmd

Hverjum fyrirlestri fylgja verkefni sem eru sett þannig upp að þú byrjar strax að nýta þér fræðsluna úr fyrirlestrinum og hrinda henni í framkvæmd. Það er nefnilega ekki nóg að fræðast bara - við þurfum líka að byrja að framkvæma! Fyrirlestrunum fylgja því verkefnahefti á rafrænu formi sem þú getur prentað út eða fyllt út rafrænt.

3️⃣ Stuðningur

Ef einhverjar spurningar eða vangaveltur koma upp meðan á ferlinu stendur er hægt að varpa fram spurningum inná innra svæðinu og fá ítarleg svör. 




Við finnum bæði mjög mikinn mun á afköstum á æfingum

,,Við lærðum fljótt hversu mikilvægt er að setja máltíðir fyrir og eftir æfingar rétt saman og finnum við bæði mjög mikinn mun á afköstum á æfingum, höldum fókus mikið lengur og þekkjum líka betur merki líkamans um hvenær við þurfum að næra og vökva okkur".

-Sara & Nico - margfaldir Íslandsmeistarar í samkvæmisdönsum

Viðfangsefnin sem bíða þín inní prógramminu þegar þú skráir þig eru eftirfarandi

⬇️⬇️⬇️

Leggjum grunninn að íþróttanæringunni

Í module 1 lærirðu m.a.:

✔️ Inná orkukerfi líkamans og hvaða hlutverki þau gegna þegar kemur að þjálfun og hraustum líkama

✔️ Hvernig æskilegast er að dreifa próteininntöku yfir daginn - svo þú getir stuðlað að betri vöðvauppbyggingu

✔️ Úr hvaða matvælum þú færð hvaða orkuefni - sem er nauðsynlegur grunnur fyrir máltíðasamsetningar fyrir og eftir æfingar (og almennt yfir daginn)

Næring sem hámarkar afköst á æfingu & í keppni

Í module 2 lærirðu m.a.:

✔️ Aðferðir til þess að setja máltíðirnar þínar rétt saman - fyrir betri afköst á æfingum og í keppnum

✔️ Um mismunandi tegundir kolvetna - og í hvaða aðstæðum þú ættir að nota hverja

✔️ Hvað, hvenær og hversu mikið þú ættir að borða fyrir æfingar og hvaða tímalínu þú ættir að fylgja - svo líkaminn nýti næringuna sem best á æfingu / í keppni og þú getir aukið þín afköst

✔️ Að setja upp þínar 'go-to máltíðir' fyrir æfingar - sem skila þér alvöru árangri og spara þér tíma, pening og höfuðverk um 'hvað þú eigir nú að fá þér'

Næring fyrir áhrifaríka og hraða endurheimt

Í module 3 lærirðu m.a.:

✔️ Aðferðir til þess að setja máltíðirnar þínar rétt saman - fyrir betri og hraðari endurheimt eftir æfingar og keppnir

✔️ Um gæði próteina - og hvernig þau hafa áhrif á vöðvauppbyggingu og endurheimt

✔️ Hvað, hvenær og hversu mikið þú ættir að eftir æfingar og hvaða tímalínu þú ættir að fylgja - svo líkaminn nýti næringuna hratt og örugglega í uppbyggingu og hraðari endurheimt sem getur jafnframt minnkað líkur á meiðslum 

✔️ Að setja upp þínar 'go-to máltíðir' eftir æfingar - sem skila þér alvöru árangri og spara þér tíma, pening og höfuðverk um 'hvað þú eigir nú að fá þér'

Hefur skilað sér í mun meiri afköstum

,,Ég leitaði til Lilju í íþróttanæringarþjálfun sumarið 2020. Hún var akkúrat það sem ég þurfti og hjálpaði Lilja mér að finna útúr því hversu mikið ég þarf að borða m.v. æfingaálag sem og samsetningu máltíða í kringum æfingar. Þetta hefur skilað sér í mun meiri afköstum á æfingum og betri líðan í kringum erfiðar æfingar. Seinna fór ég í gegnum pre- & post-training  næringarprógrammið og það hjálpaði mér að skilja ástæðurnar fyrir því sem við gerðum í næringarþjálfuninni sem og einfaldaði mér að breyta til ef þess þurfti. Mæli heils hugar með fyrir fólk sem æfir mikið og vill öðlast betri stjórn á því sem það borðar í kringum æfingar og skilja betur hvað virkar fyrir þau."

-Helgi Freyr Rúnarsson - handstöðu snillingur & einn af stofnendum Primal

Skráning

Prógrammið ER fyrir þig ef:


✅ Markmiðið er að bæta afköst og endurheimt í tengslum við þína íþrótt

✅ Þú ert metnaðarfull/ur/t og stefnir langt í þinni grein

✅ Þú vilt tileinka þér næringu í tengslum við þína þjálfun á vísindalegum grundvelli

✅ Þú ert 18 ára eða eldri

✅ Þú stundar þjálfun sem inniheldur æfingar á hárri ákefð í bland við þjálfun á lágri ákefð, t.d. hópíþróttir, frjálsíþróttir, hjólreiðar, hlaup, crossfit, bardagaíþróttir, bootcamp, dansíþróttir, fimleikar, listskautar, skíðaíþróttir, íshokkí, tennis, vélhjólaíþróttir, o.fl. (Ef þú sérð ekki þína íþrótt í upptalningunni geturðu sent fyrirspurn á [email protected])

Prógrammið er EKKI fyrir þig ef:


❌ Þú ert að einblína sérstaklega á þyngdartap frekar en afköst og endurheimt

❌ Þú brennur ekki fyrir þinni þjálfun og ert ekki að stunda neina keppnisíþrótt

❌ Þig langar ekki að tileinka þér næringu í tengslum við þína þjálfun á vísindalegum grundvelli

❌ Þú ert  ekki orðinn 18 ára eða eldri

❌ Þú stundar þjálfun sem inniheldur einungis æfingar á lágri ákefð




Aldrei verið í betra standi sem íþróttamaður

,,Ég get hiklaust mælt með pre- & post-training næringarprógramminu. Það sem ég vildi taka útúr því var gott tilfinningalegt samband við mat, án boða og banna, og sem íþróttamaður þurfti ég að læra að finna hjá sjálfri mér, hvað lætur líkamanum mínum líða vel. Ég fann jafnvægi og gleði við það að velja hvað ég borða og hef breytt venjum mínum til hins betra. Ég er viss um að það á hlut í því að mér hefur aldrei liðið betur á líkama og sál, og því aldrei verið í betra standi sem íþróttamaður."

-Silja Rúnarsdóttir, landsliðskona í hjólreiðum

Er miklu öruggari með næringu í kringum æfingar

,,Ég get svo sannarlega mælt með pre- & post-training næringarprógramminu. Fékk fullt af verkfærum og er miklu öruggari með næringu í kringum æfingar og að ég sé að nærast nóg. Allt mjög vel uppsett og aðgengilegt."

-Margrét Arna Arnardóttir, áhugakona í hjólreiðum




Skráning

Drögum þetta saman


Þegar þú skráir þig í Pre- & post-training næringarprógrammið færðu aðgang að 3 módúlum sem gera þér kleift að negla niður þitt pre- & post-training næringarprótókól sem eykur afköst og flýtir fyrir endurheimt. Þar að AUKI færðu aðgang að:

☑️ Tímalínum sem sýna áhersluatriði í hverri máltíð fyrir sig miðað við hvenær þú ert að borða fyrir eða eftir æfingar

☑️ Yfir 100 uppskriftir og hugmyndir að máltíðum eða matvælum á mismunandi tímum fyrir og eftir æfingar

☑️ Verkefnahefti sem taka ALLT sem þú lærir í prógramminu og hjálpa þér að hrinda þeim í framkvæmd 

☑️ Aðgang að 'spurt & svarað' á innra svæðinu þar sem þú getur varpað fram spurningum og vangaveltum sem kunna að koma upp meðan á ferlinu stendur og ítarleg svör við þeim

...fyrir litlar 9.990 kr.

Hún á stóran þátt í að koma mér á þann stað sem ég er í dag

,,Ég get svo innilega mælt með Lilju; hún er eldklár og frábær leiðbeinandi - ekki bara í næringu heldur bara í heilbrigðu líferni yfir höfuð! Hún á stóran þátt í að koma mér á þann stað sem ég er á í dag." 

-Matthildur Óskarsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í bekkpressu

Þitt er valið

1️⃣ Þú getur valið að negla niður þitt næringarprótókól fyrir og eftir æfingar sem byggir á vísindalegri nálgun og mun tryggja að þú fáir sem mest útúr þínum æfingum, náir góðri endurheimt og getir þar með hámarkað árangur í þinni þjálfun hraðar.

2️⃣ Eða þú getur valið að gera bara það sem þú hefur verið að gera hingað til og haldið áfram í sama farinu.

 💪Ef þú ert ein/n/tt af þeim fyrrnefndu sem vilt engan tíma missa og vilt mastera þitt pre- & post-training næringarprótókól hratt og örugglega svo þú getir náð betri árangri í þinni þjálfun á sem skemmstum tíma geturðu ýtt á hlekkinn hér að neðan og gengið frá skráningu svo við getum hafist handa 👇

Skráning

Ég vil ekki að neitt sé óskýrt þannig hér eru svör við algengum spurningum


Ef svo ólíklega vill til að þú fáir ekki svar við spurningunni þinni skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur á [email protected]m svo að við getum aðstoðað þig! 💪)

Almenna notendaskilmála Nutreleat ehf. geturðu kynnt þér HÉR.