Mitt svæði

Próteinríkur súkkulaði þeytingur

uppskrift Aug 10, 2022

Þetta er að mínu manni hinn fullkomni post-workout þeytingur þegar ég þarf eitthvað létt í magann. Það sem mér finnst einstaklega skemmtilegt við hann er að áferðin á honum er eins og ís ef þú borðar hann um leið en verður líkari súkkulaðibúðing ef þú leyfir honum að standa aðeins á borðinu og hitna. Það skemmir heldur ekki fyrir hvað er fljótlegt að henda í einn svona og hversu fá innihaldsefnin eru!

Uppskrift:
200 g frosinn banani (lykilatriði að hann sé frosinn)
2 dl sojamjólk (hægt að nota hvaða mjólk sem er)
¾-1 scoop súkkulaðiprótein (ég notaði VEGA)
1,5 msk hreint kakóduft

Aðferð:
Öllu skellt í matvinnsluvél (eða MJÖG öflugan blender) og blandað þangað til mjúkt og kremað.  Þú gætir þurft að stoppa vélina öðru hvoru og skafa með sleikju meðfram hliðunum.

Njóttu vel og láttu okkur endilega vita hvað þér finnst,