Mitt svæði

03. Líkamssamsetning íþróttafólks & frammistaða

Í viðræðum við íþróttafólk, þjálfara og bara almennt í samfélagslegri umræðu verður maður oft var við þungan sem settur er á líkamssamsetningu og þá sérstaklega fituprósentu íþróttafólks.

Í þessum þætti ætlum við að velta upp þeirri spurningu hvort það sé til eitthvað ideal viðmið þegar kemur að likamssamsetningu, fituprósentu eða þyngd íþróttafólks. Eins munum við fara yfir kosti og galla mismunandi mælinga, ásamt því að fjalla um það hvað við getum gert til að færa fókusinn af því að einblína á þessa markera og skoða fleiri þætti sem skipta jafn miklu ef ekki meira máli þegar kemur að frammistöðu.

Ef þú stundar þína íþrótt af kappi og ert tilbúin/n/ð til að taka þína íþróttanæringu uppá næsta level geturðu lesið meira um okkar þjónustu inná www.nutreleat.is

Vonum að þú njótir! -Nutreleat teymið.

P.S. Hér koma greinarnar sem nefndar eru í þættinum:

https://www.mdpi.com/2072-6643/13/4/1075 https://journals.humankinetics.com/view/journals/ijsnem/27/6/article-p491.xml