Mitt svæði

HVAR BYRJAÐI ÞETTA?

Ég hef alla mína tíð verið heltekinn af íþróttum af öllu tagi sem og vísindum og heilsu.

Á mínum táningsárum þegar ég áttaði mig á því að mér var ekki ætlað að verða atvinnumaður í knattspyrnu snéri ég minni athygli að því hvernig ég gæti hjálpað öðrum að ná lengra á sinni eigin vegferð.

Því skráði ég mig í nám í næringarfræði við Háskóla Íslands árið 2016 og var stefnan strax í upphafi sett á framhaldsnám í íþróttanæringarfræði. Eftir B.Sc. námið lá leið mín til Bretlands þar sem ég fór meistaranám í íþróttanæringarfræði við Liverpool John Moores University. Þar fékk ég leiðsögn frá heimsklassa prófessorum sem allir hafa starfað innan fremstu raða íþróttaheimsins.

MITT MISSION 

Eftir útskrift mína frá LJMU veturinn 2020 hef ég ráðlagt íþróttafólki í hinum ýmsum íþróttum til að betrumbæta sig og kenna þeim hvernig rétt næring getur breytt leiknum.

Þá hef ég bæði starfað sem hluti af þjálfarateymi hjá knattspyrnuliðum og einnig sem einstaklingsráðgjafi.
Mín aðferðafræði byggist á þeirri trú að til að hjálpa íþróttafólki að komast enn lengra krefst það þekkingar á íþróttinni sem og manneskjunni sjálfri.

Mín markmið eru að hjálpa fólki að ná lengra í því sem það gerir, hvort sem það er að bæta æfinga- & keppnisárangur, ná fram betri endurheimt, breyta líkamssamsetningu, minnka meiðslahættu eða að efla almenna heilsu.

Það er ekki til nein ein formföst leið til að hámarka þinn árangur. Til þess þarft þú að næra þig í samræmi við það sem þín íþrótt og lífsstíll krefst af þér. Hættu að velta þér upp úr því hvað næsti aðili er að gera og einbeittu þér frekar að því hvað þú getur gert til að bæta þig.

LÆRÐU AÐ NÆRA ÞIG Í SAMRÆMI VIÐ ÞÍN MARKMIÐ OG HÁMARKA ÁRANGUR Í ÞINNI ÞJÁLFUN


3 leiðir til samvinnu (fyrir utan áskriftarleiðina)

_

1

 
'HVAÐ Á ÉG AÐ BORÐA EFTIR ÆFINGAR?'


Taktu fyrstu skrefin í átt að réttri næringu eftir æfingar með þessari ókeypis vefbók sem við settum saman.
 

Sækja vefbók

_

2


LEGGÐU GRUNNINN AÐ ÞINNI ÍÞRÓTTANÆRINGU


Netnámskeið fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref þegar kemur að íþróttanæringu og vilja taka frammistöðuna í sinni íþrótt uppá næsta level.

Lesa meira

_

3

1:1 ÍÞRÓTTA-NÆRINGARRÁÐGJÖF


Hámarkaðu árangur í þinni þjálfun hraðar með einstaklingsráðgjöfinni okkar. Saman mótum við þitt næringarprótókól sem hámarkar árangur í þinni þjálfun. 

Umsókn

_

Ég get svo innilega mælt með Lilju; hún er eldklár og frábær leiðbeinandi - ekki bara í næringu heldur bara í heilbrigðu líferni yfir höfuð! Hún á stóran þátt í að koma mér á þann stað sem ég er í dag."

_

,,Alveg geggjað námskeið hjà þér! Desember og janúar eru búnir að vera stórir mánuðir hjá mér í æfingum og aldrei æft jafn mikið og á eins miklu álagi, þvílíkur munur að hafa verið búin að gera pre- og post-training máltíðir! Gerði gæfu muninn."

_

Við lærðum fljótt hversu mikilvægt er að setja máltíðir fyrir og eftir æfingar rétt saman og finnum við bæði mjög mikinn mun á afköstum á æfingum, höldum fókus mikið lengur og þekkjum líka betur merki líkamans um hvenær við þurfum að næra og vökva okkur."

_

Ég get svo innilega mælt með Lilju; hún er eldklár og frábær leiðbeinandi - ekki bara í næringu heldur bara í heilbrigðu líferni yfir höfuð! Hún á stóran þátt í að koma mér á þann stað sem ég er í dag."

_

,,Alveg geggjað námskeið hjà þér! Desember og janúar eru búnir að vera stórir mánuðir hjá mér í æfingum og aldrei æft jafn mikið og á eins miklu álagi, þvílíkur munur að hafa verið búin að gera pre- og post-training máltíðir! Gerði gæfu muninn."

_

Við lærðum fljótt hversu mikilvægt er að setja máltíðir fyrir og eftir æfingar rétt saman og finnum við bæði mjög mikinn mun á afköstum á æfingum, höldum fókus mikið lengur og þekkjum líka betur merki líkamans um hvenær við þurfum að næra og vökva okkur."

Hvað á ég að borða eftir æfingar?

Lærðu að setja saman máltíðir sem stuðla að betri endurheimt!

Fylltu út formið hér að neðan til að sækja FRÍU vefbókina þína og byrjaðu að gera breytingar Í DAG!