Mitt svæði

14. Doping áhættur í íþróttum & leiðir til að minnka líkur á þeim

Í þessum þætti tökum við fyrir doping áhættur í íþróttum, hvað þær fela í sér og hvaða afleiðingar þær geta haft. Þá ætlum við einnig að fara yfir hvernig hægt sé að minnka líkur á því að fremja slík brot.

Við vekjum athygli á því að eftir smá bið erum við loksins búin að opna aftur fyrir skráningar á grunnnámskeiðið okkar ‘Leggðu grunninn að þinni íþróttanæringu’. Næsti hópur fer af stað 11. Júní og verður þetta jafnframt SÍÐASTI hópur þessa árs.

Ef ÞÚ ert metnaðarfullur íþróttaeinstaklingur, foreldri ungs íþróttaeinstaklings eða ert að stunda einhverskonar þjálfun t.d. hlaup, crossfit, hyrox, lyftingar eða annað þá er þetta námskeið fyrir þig.

Markmiðið með námskeiðinu er að hjálpa þér eða þínu ungmenni að leggja réttan og heilbrigðan grunn að íþróttanæringunni, svo hægt sé að hámarka afköst, flýta fyrir endurheimt, minnka líkur á meiðslum og stuðla að almennri heilsu. Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur með eftirfylgni frá íþróttanæringarfræðingi en svo hafa þátttakendur aðgang að efninu í heilt ár – þannig geta þátttakendur farið eins oft í gegnum efnið og þeir vilja og tekið sinn tíma í námskeiðið.

Akkúrat núna erum við með forskráningartilboð í gangi sem gefur þér 15% afslátt af námskeiðinu. Beinan hlekk á lendingarsíðuna finnurðu hér:

https://www.nutreleat.is/leggdu-grunninn-ad-thinni-ithrottanaeringu

Ekki gleyma að fylgja þættinum, skilja eftir athugasemd eða gefa einkunn - við viljum endilega fá þitt feedback! Eins má gjarnan tagga okkur á instagram (@nutreleat) ef þú hlustar á þáttinn eða finnst hann fræðandi eða áhugaverður.

Vonum að þú njótir,

-Nutreleat teymið.