,,Ég leitaðist eftir næringarfræðingi sem var með góða kunnáttu því ég var farin að taka eftir miklu orkuleysi á æfingum. Ég hélt að ég kynni að næra mig vel en svo var ekki - hélt t.d. að kolvetni væru minn óvinur en Lilja kenndi mér mikilvægi þeirra.
Eftir að ég byrjaði hjá henni þá hefur orkan mín farið töluvert upp, bæði í daglegu lífi og á æfingum. Mér er almennt farið að líða betur og endurheimtin á æfingum er töluvert betri. Ég er farin að sjá hversu mikilvægt það er að næra sig vel og rétt sem íþróttakona.
Ég hef alltaf hugsað mikið um hvernig ég lít út sem leiddi til þess að ég var farin að fá litla sem enga næringu sem endaði í því að ég var ekki að standa mig vel á æfingum en Lilja kenndi mér svo margt og leiðbeindi mér á réttan veg og mér hefur aldrei liðið betur. Útlit skiptir minna máli en árangur og hef ég lært það eftir að hafað talað við Lilju og fengið hennar ráðgjöf!
Ég vil frekar vera heilbrigð og ná góðum árangri heldur en að spá of mikið í hvernig ég lít út, borða lítið og hækka möguleika á meiðslum. Ég er loksins búin að fatta mikilvægi næringar og að borða nóg!
Mæli svo hiklaust með henni Lilju en hún hún hefur kennt mér svo mikið og er tilbúin að gera allt til þess að stýra þér í rétta átt!"