,,Ég byrjaði hjá Lilju í þeim tilgangi að bæta mataræðið til að hámarka afkastagetuna mína og einfaldlega hjálpa mér að verða betri í minni íþrótt.
Það kom mér gríðarlega mikið á óvart hvað það hjálpar mikið fyrir íþróttamenn að vera með mataræðið sitt upp á 10 og fann ég strax hvað ég hafði miklu meiri orku í gegnum æfingarnar mínar.
Lilja er líka mjög sveigjanleg með tímana sína og frábær samskiptum og hefur klárlega hjálpað mér gríðarlega mikið að hámarka árangurinn minn!
Ég tel að allir afreksíþróttamenn eigi að leita til næringarfræðings til að betrum bæta næringuna sína því það svo sannarlega skilar sér og mæli ég hiklaust með henni Lilju!"