,,Íþróttanæringarráðgjöfin hjá Lilju hefur hjálpað mér að taka næringuna upp á næsta stig.
Þá sérstaklega kringum stóra æfingadaga, þannig að næringin nýtist sem best á æfingunni sjálfri og til að ná góðri endurheimt eftir æfinguna.
Áður fyrr náði ég kannski að taka ágæta æfingu en svo restina af deginum var ég bara hálf manneskja úr þreytu og áorkaði voða litlu.
Með hjálp Lilju hef ég verið að upplifa góða orku á æfingum og einnig góða orku yfir daginn, ásamt því að finna lítið fyrir æfingunni daginn eftir og er því fyrr tilbún í gæða æfingu aftur."