,,Ég hafði samband við Lilju svona hálfu ári eftir að Covid-faraldurinn hófst.
Þá var búið að aflýsa öllum mótum og ég hafði svolítið misst áhugann á íþróttinni minni og datt í átgír - borðaði mikið og hugsaði alls ekki hvað ég var að setja ofan í mig eða að næra mig rétt… það voru hvort eð er enginn mót í náinni framtíð og ég sá ekki tilganginn að vera fylgja einhverju matarplani eða telja macros.
Ég hafði einnig tekið út allt kjöt fyrir nokkrum mánuðum og átti erfitt með að átta mig á því hvernig best væri að næra sig á grænmetisfæði.
Lilja tók allt aðra nálgun á næringu en ég hafði áður kynnst - við unnum í því að bæta inn matvælum, frekar en að taka út. Við komum upp góðum venjum og ég lærði að hlusta á líkamann minn um hvað og hvenær ég þurfti að borða, frekar en að fylgja einhverju tímaplani og vigta hvert einasta gramm ofan í mig!
Það var mér svo hollt og ég lærði að næra mig upp á nýtt - það var ekkert bannað, ég fékk aftur tengingu við svengdar- og seddutilfinninguna og horfði frekar á bætingar á æfingum frekar en töluna á vigtinni.
Ég get svo innilega mælt með Lilju; hún er eldklár og frábær leiðbeinandi - ekki bara í næringu heldur bara í heilbrigðu líferni yfir höfuð! Hún á stóran þátt í að koma mér á þann stað sem ég er í dag."