,,Ég leitaði til Lilju í íþróttanæringarráðgjöf sumarið 2020. Hún var akkúrat það sem ég þurfti og hjálpaði Lilja mér að finna útúr því hversu mikið ég þarf að borða m.v. æfingaálag sem og samsetningu máltíða í kringum æfingar.
Þetta hefur skilað sér í mun meiri afköstum á æfingum og betri líðan í kringum erfiðar æfingar.
Seinna fór ég í gegnum pre- & post-training næringarprógrammið og það hjálpaði mér að skilja ástæðurnar fyrir því sem við gerðum í næringarráðgjöfinni sem og einfaldaði mér að breyta til ef þess þurfti.
Mæli heils hugar með fyrir fólk sem æfir mikið og vill öðlast betri stjórn á því sem það borðar í kringum æfingar og skilja betur hvað virkar fyrir þau."